Posts

Vegas baby

Image
Aldrei hefði ég haldið að ég myndi flytja til Las Vegas af fúsum og frjálsum vilja. Fattaði í gær þegar ég var að flytja út úr íbúðinni minni í LA að Vegas húsið mitt er sjötta heimilið sem ég flyt í á minna en fjórum árum. Og það er alltaf jafn leiðinlegt að pakka. Og enn leiðinlegra og erfitt þegar maður er að skilja vini og umhverfið sitt eftir. Var svo heppin að ein besta vinkona mín, Vigdís Hlíf, er núna í LA svo ég náði að hitta hana í gær áður en ég lagði af stað. Hún lýsti ástandi mínu fullkomnlega þegar hún sagði 'ok shit hvað þú ert tæp' Hafiði ekki lent í því þegar þið eruð á barmi kvíðakasts að þið eruð kannski að hlæja að einhverju og tárist því þið eruð að hlæja svo mikið en svo eruði allt í einu í alvöru að gráta svo þá hlæjiði yfir því hvað það er fáránlegt og svo fariði aftur að gráta yfir því hvað þið eruð asnaleg? Þannig :) Það var samt mjög gott að koma. Húsið sem ég er að leigja er algjör paradís og ég var fljót að ganga frá öllu dótinu mínu (p

Oklahomey

Image
Fór til Oklahoma í þrjá daga til að taka nokkrar skemmtanir sem Solla stirða fyrir American Heart Association. Nokkrir hlutir sem ég lærði: -Allir í Oklahoma eiga byssu -Oklahoma elskar Trump og Trump hatta -Oklahoma er með enga/hræðilega tannlækna -Það er mjög universal hegðun hjá krökkum að reyna að kíkja undir kjólinn hjá Sollu -Target búðirnar í OK City eru jafn stórar og ca tvær Smáralindir og það er geðveikt -Ég vil aldrei hætta að taka Sollu gigg því eins klikkaðir og krakkar eru þá er fátt jafn gefandi eins og að fá að hitta börn sem þurfa á peppi og knús að halda. (Linda Ásgeirs var 39 ára þegar ég tók við af henni svo ætti að eiga allavega 14 ár eftir) Þriðja skemmtunin. Það var einhver helvítis DJ með mér upp á sviði sem var svoo lítið peppaður. Hvar er Siggi Hlö þegar maður þarf á honum að halda  Yrði samt ekkert heartbroken ef ég færi aldrei aftur til Oklahoma

3ja ára pása

Image
Hæ! Byrjaði með þetta blogg þegar ég flutti til New York 2014 til að fara í leiklistarskóla. Familíunni fannst gaman að vita að ég væri enn á lífi og mér fannst gaman að röfla um námið og lífið og monta mig af Broadway sýningunum sem ég fór á. Eins og flestar dagbækur entist það ekki lengur en sirka hálft ár.   En nú er annað mjög skemmtilegt ævintýri að fara af stað, og familían ennþá rosalega ánægð þegar hún fær að vita af mér á lífi. Í lok mánaðarins flyt ég til Las Vegas, þar sem ég er búin að skrifa undir sex mánaða samning við söngleikin ‘Marilyn! The New Musical.’ (Svo dagbókin ætti alveg að endast í þetta hálfa ár áður en ég gefst upp aftur) Ef þið hafið áhuga á fylgjast með, þá mun ég reglulega setja hér inn myndir og segja frá ferlinu. Ef þið hafið ekki áhuga, þá mæli ég með að reiðiskommenta hér fyrir neðan.   Knús á ykkur sem ég þekki og high five á ykkur sem ég þekki ekki, Unnur xx 

Adele Dazeem

Image
Drottning Idina Menzel er síðustu tvö ár búin að leika í söngleiknum If/Then. Ég fattaði í síðustu viku að það voru aðeins 4 sýningar eftir, og að ég myndi aldrei fyrirgefa sjálfri mér ef ég myndi ekki grípa tækifærið. Við Julia slepptum því að borða í viku og keyptum okkur ódýrustu miðana.  Alveg aftast. En hvað gerir maður ekki fyrir Queen Elsu     Sýningin sjálf var því miður ekkert spes. En ég var samt með gæsahúð allan tímann því Idina er svo mikil gyðja.  ÞARNA ER HÚN Klapp klapp fyrir hljómsveit Tvö á vinstri kantinum með allt niðrum sig Við biðum aðeins fyrir utan við 'stage door' til að ná mynd af frú Dazeem. Hún lét þó þokkalega bíða eftir sér og við áttum eftir að læra fullt svo við fórum bara heim.  En eins og þið sjáið var massa troðningur fyrir utan og bíll á standby til að spóla burt Svo löbbuðum við framhjá Lunt-Fontanne leikhúsinu þar sem var nýbúið að frumsýna Finding Neverland. Er ekki bara minn maður Matthew Morris

Greeks

Image
Í Styles tímum vorum við að klára að vinna með Grikkja-senur, úr gömlum verkum eftir Sophocles og Euripedes. Ég skal alveg viðurkenna að ég var ekkert að springa úr spenningi fyrst.  Mig langaði að halda áfram með Commedia dell'arte. Þar lærðum við um líkamstjáningu í farsa, í mjög svo ýktri útgáfu, eins og Ítalarnir gerðu á 17. öld. Þar lék ég Colombínu, sem er þjónustustúlka sem lemur menn og er með ískrandi brjóst (bókstaflega, ég var með hundadót milli brjóstanna). Mikið fjör. Þar var allt mjög líkamlegt og allt byggt á spuna- allt snýst þetta þó um kynlíf, mat og peninga. Getur ekki klikkað. Grikkjasenurnar eru aaalgjör andstæða. Þar erum við að díla við 'heightened emotions in imaginary circumstances.' Ég var frekar stressuð um að þurfa að vera heavy dramatísk á kl 8 á morgnana í stofu með flúorlýsingu.  Kennarinn minn er samt algjör snilld og ástríða hans fyrir senunum og persónunum var mjög smitandi. Við vorum pöruð tvö og tvö saman með ca 10 mínútna s

Armory Show

Image
The Armory Show , a leading international contemporary and modern art fair and one of the most important annual art events in New York, takes place every March on Piers 92 & 94 in central Manhattan. The Armory Show is devoted to showcasing the most important artworks of the 20th and 21st centuries. In its sixteen years the fair has become an international institution, combining a selection of the world's leading galleries with an exceptional program of arts events and exhibitions throughout New York during the celebrated Armory Arts Week. Enn og aftur reddaði Birna frænka mér miða á einhverja snilld. Fór með Dani vinkonu minni á þessa mögnuðu sýningu, sem var að sjálfsögðu með íslensk verk frá i8. Þetta er Dani. Við tökum gjarnan selfies í lestum á leiðinni heim af djamminu Morgunmatur er mikilvægasta máltíð dagsins, sérstaklega á sunnudagsmorgnum. Þessi máltíð var um það bil fjórum sinnum sveittari en gott mánudagskvöld á Prikinu.  Verk eftir Ragnar Kja

Frank Langella

Image
Skólinn minn er snilld. Síðasta föstudag kom leikarinn/leikstjórinn/framleiðandinn/rithöfundurinn/Íslandsvinurinn Frank Langella í heimsókn og var með 4ja klukkustunda fyrirlestur/master class. Frank er búinn að vera í bransanum í rúmlega 50 ár. Hann hefur meðal annars unnið þrenn Tony verðlaun og var tilnefndur til Óskarsins fyrir túlkun sína á Richard Nixon í myndinni Frost/Nixon arið 2008. Hann er um þessar mundir í tökum fyrir myndina Reykjavík, sem Baltasar Kormákur er einmitt að leikstýra. Heaaavy nett. Allavega, við vorum svo heppin að fá hann í heimsókn. Og almáttugur minn. Þessi maður er magnaður. Hann deildi með okkur alls konar reynslusögum og vann með okkur á alls konar vegu. Ég var búin að vera í frekar miklu þroti eftir erfiða viku en hann veitti mér þvílíkan innblástur. #thankful #happy #love Stalst til að taka eina mynd en þá var hann akkúrat að tékka á Rolexinu sínu